Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 254  —  251. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um eftirlit með fiskveiðum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margir kvótahafar fluttu út meira af fiski en þeir fengu upphaflega úthlutað, leigðu og nýttu síðastliðin tíu ár?
     2.      Hversu margir bátar og skip fluttu út meira af fiski en úthlutaður kvóti þeirra heimilaði síðastliðin tíu ár?
     3.      Eru slíkir flutningar rannsakaðir af eftirlitsaðilum? Ef ekki, af hverju? Ef svo er, með hvaða hætti, hverjar eru skýringar á mismuninum og hver eru viðurlög ef um skýrt brot er að ræða?
     4.      Má gera ráð fyrir að mismunurinn geti verið ísprósentusvindl, misnotkun á endurvigtun eða framhjálöndun?


Skriflegt svar óskast.