Ferill 253. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 256  —  253. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um útvistun verkefna Samkeppniseftirlitsins.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvaða reglur í lögum og reglugerðum annars vegar og verklagsreglum hins vegar gilda um útvistun Samkeppniseftirlitsins á verkefnum?
     2.      Hvaða markmið liggja að baki því að Samkeppniseftirlitið útvisti verkefnum?
     3.      Til hverra hefur Samkeppniseftirlitið útvistað rannsóknarverkefnum árlega frá árinu 2012?
     4.      Hvernig er gengið úr skugga um og staðfest að hæfisreglur séu uppfylltar vegna aðkeyptrar vinnu?
     5.      Hver er árlegur kostnaður vegna útvistunar Samkeppniseftirlitsins á sérhverju verkefni vegna rannsókna frá árinu 2012? Óskað er eftir því að sérhvert verkefni verði tilgreint og hver vann það. Jafnframt er óskað eftir yfirliti um árlega aðkeyptan kostnað vegna almannatengsla, auk kostnaðar við auglýsingar.
     6.      Hefur Samkeppniseftirlitið útvistað öðrum verkefnum en að framan greinir og ef svo er, hver eru þau og hvað kostaði hvert þeirra?
     7.      Hefur Samkeppniseftirlitið útvistað verkefnum til sama aðila oftar en einu sinni? Ef svo er, hversu oft til hvers aðila og um hvaða verkefni var að ræða?
     8.      Veldur skortur á viðeigandi sérfræðiþekkingu innan stofnunarinnar því að verkefnum er útvistað? Ef svo er, hvaða sérfræðiþekkingu skortir innan stofnunarinnar?
     9.      Hvernig er háttað mati á reynslu af útvistun verkefna og hvernig verður hún nýtt við þróun starfseminnar á næstu árum?


Skriflegt svar óskast.