Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 290  —  286. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aldurstengda örorkuuppbót.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hver yrði kostnaður ríkissjóðs af því að láta réttinn til aldurstengdrar örorkuuppbótar haldast óbreyttan þegar réttur til örorkulífeyris fellur niður og taka ellilífeyris hefst?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til slíkrar lagabreytingar eða ráðstafana sem hefðu sambærileg áhrif?


Skriflegt svar óskast.