Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 293  —  289. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fylli- og leysiefni vegna fegrunarmeðferða.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra setja reglugerð um notkun fylliefna og leysiefna, svo sem „hýalúronídasa“, sem eru notuð vegna fegrunarmeðferða?
     2.      Hvernig er háttað eftirliti með notkun og innflutningi slíkra efna?
     3.      Er ráðherra kunnugt um að einstaklingar geti pantað efnin í gegnum erlenda vefverslun?
     4.      Hvaða úrræði hefur landlæknir til þess að fylgjast með notkun fylli- og leysiefna sem notuð eru vegna fegrunarmeðferða?
     5.      Er ráðherra kunnugt um fjölda einstaklinga sem hafa leitað læknisþjónustu vegna fylgikvilla fylli- og leysiefna sem notuð eru vegna fegrunarmeðferða?


Skriflegt svar óskast.