Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 325  —  321. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um framfylgd reglna um rafhlaupahjól.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Í hve miklum mæli hefur sektarákvæðum vegna brota á reglum um rafhlaupahjól verið beitt?
     2.      Er hægt, innan ramma gildandi laga, að innheimta sektir byggðar á staðsetningartækni rafhlaupahjóla?
     3.      Eru skilgreind svæði þar sem ber að leggja rafhlaupahjólum þegar notkun þeirra og leigu er lokið?
     4.      Hver er ábyrgð fyrirtækja sem hafa rafhlaupahjól til útleigu í þessum efnum?
     5.      Hefur ráðherra íhugað að skerpa á reglum eða viðurlögum svo að frágangur á rafhlaupahjólum verði ekki til að hefta umferð og aðgengi fólks sem notar hjálpartæki, svo sem hjólastóla?


Munnlegt svar óskast.