Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 327  —  323. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skipulagða brotastarfsemi.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvernig hefur umfang skipulagðrar brotastarfsemi þróast á Íslandi á síðustu fimm árum?
     2.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og ef svo er, þá hvaða aðgerða?
     3.      Hvernig hefur umfang skipulagðrar brotastarfsemi þróast á Norðurlöndunum á síðustu fimm árum?
     4.      Hvernig hafa Norðurlöndin brugðist við þeirri þróun? Hvaða lærdóm geta Íslendingar dregið af þeirri þróun og viðbrögðum stjórnvalda annars staðar á Norðurlöndum?


Munnlegt svar óskast.