Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 342  —  335. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um riðu.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hvernig er vinnu starfshóps um útfærslu á nýrri aðferðafræði við að útrýma riðuveiki háttað, hverjir koma að henni og hvenær er niðurstöðu að vænta í ljósi þess að málið er afar brýnt?
     2.      Hefur komið til greina að verða við ósk bænda um að innleiða tímabundið, meðan á vinnu starfshópsins stendur, ákvæði 2.3, 3., 4., 5. og 6. tölul. í kafla A í viðauka VII í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 999/2001 með síðari breytingum er varða útrýmingu smitandi heilahrörnunar í sauðfé og geitum? Ef ekki, hvers vegna?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að ráðast í endurskoðun á ákvæðum IV. kafla reglugerðar nr. 65/2001 um útrýmingu á riðu og bætur vegna niðurskurðar, sem er að stofni til óbreytt frá árinu 2001?
     4.      Telur ráðherra að gildandi ákvæði laga og reglugerða tryggi nægjanlega vel að komið sé að fullu til móts við þá sem verða fyrir tjóni vegna niðurskurðar á fé?
     5.      Hvernig eru réttindi og hagsmunir bænda, sem þurfa að sæta niðurskurði, tryggð ef ekki næst samkomulag við ráðuneyti um fjárhæð bóta innan lögbundins tímafrests?
     6.      Hvernig er staða arfgerðargreininga sem tilkynnt var um í lok apríl að yrði ráðist í til að greina megi árlega 15–40 þúsund fjár?
     7.      Hver er kostnaður árin 2002–2022 við hvert riðutilvik sem hefur komið upp, sundurliðaður eftir ári á verðlagi ársins 2022?
     8.      Hver er kostnaður árin 2002–2022 vegna bóta til bænda sem þurfa að skera niður, sundurliðaður eftir árum og efnisflokki bóta á verðlagi ársins 2022?


Skriflegt svar óskast.