Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 345  —  338. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um mönnunarvanda í leikskólum.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvernig telur ráðherra að hægt sé að leysa mönnunarvanda í leikskólum núna og til framtíðar?
     2.      Telur ráðherra að það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma að gera leikskólakennaranám að fimm ára háskólanámi?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að bjóða upp á styttri námsleiðir í leikskólafræðum?
     4.      Telur ráðherra það eðlilega kröfu að að lágmarki 2/ 3 hlutar kennara í leikskóla skuli vera með leyfisbréf, sbr. lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019?


Skriflegt svar óskast.