Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 349  —  342. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um sjávargróður og þörungaeldi.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Stendur yfir undirbúningur að vinnslu frumvarps um þörungaeldi, hvort heldur sem er sjávar- eða ferskvatnsgróður?
     2.      Er verið að efla rannsóknir og þekkingu á þang- og þörungaeldi og ræktun sjávargróðurs, þ.m.t. smá- og stórþörunga, og hagkvæmustu nýtingu þeirra?
     3.      Hyggst ráðherra leggja til heildstæða löggjöf um þang- og þörungaeldi, þ.m.t. sjávargróður, sem kæmi í stað núgildandi ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006?


Munnlegt svar óskast.