Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 353  —  346. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um opinber störf á landsbyggðinni.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra framfylgja stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að því er snertir fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni?
     2.      Hver hefur þróunin verið varðandi fjölgun opinberra starfa á starfsstöðvum undirstofnana ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili?
     3.      Hvernig er háttað fjárframlögum til fjölgunar starfa í undirstofnunum ráðuneytisins á landsbyggðinni?
     4.      Hvernig samrýmist uppsögn tveggja starfsmanna Persónuverndar á starfsstöð á Húsavík frá og með áramótum fyrrnefndum áherslum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa á landsbyggðinni?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að fastsetja starfsstöð sýslumanns á Þórshöfn sem annars kynni að leggjast af?


Munnlegt svar óskast.