Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 385  —  374. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bann við olíuleit.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða ástæður eru fyrir því að frumvarp um bann við olíuleit er ekki að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi löggjafarþingi, þrátt fyrir að fram hafi komið í svari ráðherra við fyrirspurn á 153. löggjafarþingi (998. mál) að mál þess efnis myndi koma fram í haust?
     2.      Ber að skilja þingmálaskrána sem svo að ríkisstjórnin hafi fallið frá fyrirætlunum sínum um að yfirlýstri stefnu stjórnvalda verði fylgt eftir með lagasetningu þar sem lagt verði bann við því að veita leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögunni?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að fylgja eftir þeirri aðgerð sem kemur fram í stjórnarsáttmála að ekki verði gefin út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands? Hvaða aðgerðir aðrar eru fyrirhugaðar?


Munnlegt svar óskast.