Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 392  —  381. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um lögbundnar nefndir innan sveitarfélaga og náttúruvernd.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafa skilað inn lögbundinni ársskýrslu skv. 14. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum síðustu fimm ár.
     2.      Hversu margar náttúruverndarnefndir, eða aðrar fastanefndir sem sinna hlutverki þeirra, hafa sinnt lögbundinni skyldu um sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun og forstöðumönnum náttúrustofa, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum síðustu fimm ár.
     3.      Telur ráðherra að það komi niður á verkefnum á sviði náttúruverndar að víða um land eru náttúruverndarnefndir ekki fyrir hendi en hlutverkum þeirra sinnt af öðrum fastanefndum?


Skriflegt svar óskast.