Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 394  —  382. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um framlög og hagræðingarkröfu til Ríkisútvarpsins.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver eru áhrif fólksfjölgunar á framlög til Ríkisútvarpsins árin 2017–2023, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver er kostnaðarauki Ríkisútvarpsins vegna fólksfjölgunar árin 2017–2023, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hvaða áhrif hafa verðbætur haft á framlög til Ríkisútvarpsins árin 2017–2023, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hver er munurinn á hagræðingarkröfu til Ríkisútvarpsins og hagræðingarkröfu til annarra ríkisstofnana?


Skriflegt svar óskast.