Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 397  —  385. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver eru heildarútgjöld ríkissjóðs vegna þátttöku í verkefnum á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, frá því að Ísland hóf þátttöku árið 2003 og þar til þeim lauk með brotthvarfi bandalagsins frá Afganistan með valdatöku talíbana árið 2021?
     2.      Í hverju fólust verkefnin og hversu margir útsendir starfsmenn sinntu þeim, sundurliðað eftir árum frá 2003 til 2021?
     3.      Hvaða reynslu og lærdóm má draga af þátttöku Íslands í verkefninu?


Skriflegt svar óskast.