Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 402  —  390. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um fjárhæðir styrkja og frítekjumörk.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hvers vegna hafa fjárhæðir styrkja vegna kaupa á bifreið samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, ekki tekið reglulegum breytingum til samræmis við verðlagsþróun undanfarinn áratug?
     2.      Hvers vegna hafa almenn frítekjumörk almannatrygginga staðið óbreytt í rúman áratug?
     3.      Telur ráðherra eðlilegt að frítekjumörk og styrkfjárhæðir standi í stað árum saman án nokkurs tillits til verðlags- og launaþróunar?


Munnlegt svar óskast.