Ferill 396. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 408  —  396. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um félagsleg fyrirtæki.

Frá Elvu Dögg Sigurðardóttur.


     1.      Er hugtakið félagslegt fyrirtæki (e. social enterprise) að finna í markmiðasetningu ráðuneytisins?
     2.      Er til lagalegur rammi utan um slík fyrirtæki? Ef ekki, stendur til að leggja til slíkan ramma?
     3.      Hefur ráðherra fyrirætlanir um að auka viðurkenningu á þætti slíkra fyrirtækja í því að takast á við félagslegar og umhverfislegar áskoranir, sbr. aukið umfang þeirra í öðrum Evrópuríkjum?
     4.      Hefur ráðherra fyrirætlanir um að styðja sérstaklega við slík fyrirtæki með sambærilegum hætti og gert er í áætlun Evrópusambandsins um atvinnumál og félagslega nýsköpun og með evrópska félagslega framtakssjóðum?


Skriflegt svar óskast.