Ferill 407. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 426  —  407. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um virði kvennastarfa.

Frá Dagbjörtu Hákonardóttur.


     1.      Hver er staðan á vinnu aðgerðahóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði sem forsætisráðherra skipaði 13. desember 2021?
     2.      Hefur verið ráðist í þróunarverkefni í þeim tilgangi að stuðla að framþróun og aukinni þekkingu á vinnumarkaði við framkvæmd virðismats á störfum samkvæmt tillögum starfshóps um endurmat á virði kvennastarfa frá árinu 2021?
     3.      Hefur verið þróuð samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að nýsjálenskri fyrirmynd eða önnur leið sem er til þess fallin að tryggja sífellda leiðréttingu kjara kvennastétta, svo sem með samkomulagi um launaþróunartryggingu?
     4.      Hefur verið mótaður sérstakur farvegur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda til að afhjúpa kerfisbundið vanmat kvennastétta í launum og leiðréttingar þar á?
     5.      Hefur verið lagt mat á þann kostnað sem viðbúið er að muni fylgja leiðréttingu á vanmati á virði kvennastarfa?


Skriflegt svar óskast.