Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 431  —  411. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um riðuveiki.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu oft hefur fé verið skorið vegna riðuveiki frá 1. janúar 2014? Hversu margir gripir voru skornir í hvert sinn, sbr. 8. gr. reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001?
     2.      Hversu mörg dýr voru sýkt og hversu mörg sýndu engin einkenni riðuveiki? Svar óskast sundurliðað eftir hverjum niðurskurði.
     3.      Hvernig voru arfgerðir príonpróteins í sætum 136, 154 og 171 í sýktum dýrum? Svar óskast sundurliðað eftir hverjum niðurskurði.
     4.      Hvernig voru arfgerðir príonpróteins í sætum 136, 154 og 171 í dýrum sem sýndu engin einkenni riðuveiki? Svar óskast sundurliðað eftir hverjum niðurskurði.
     5.      Voru arfgerðir príonpróteins í sætum 137, 138 og 151 skoðaðar í hverjum niðurskurði? Fannst breytileiki í þeim sætum?


Skriflegt svar óskast.