Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 442  —  421. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um greiðslur almannatrygginga.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hverjar hefðu árlegar hækkanir á greiðslum almannatrygginga, sbr. 62. gr. laga um almannatryggingar (áður 69. gr.), verið frá árinu 2012 ef greiðslur hefðu fylgt launavísitölu Hagstofu Íslands og hver hefði verið árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs? En ef árlegar hækkanir á greiðslum almannatrygginga hefðu fylgt:
                  a.      launavísitölu að frádregnu launaskriði samkvæmt mati Hagstofu Íslands,
                  b.      meðaltali kjarasamningsbundinna launahækkana á almennum vinnumarkaði,
                  c.      hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins?
     2.      Hverjar hefðu árlegar hækkanir og viðbótarkostnaður ríkissjóðs verið ef alltaf hefði verið brugðist við versnandi verðbólguhorfum með umframhækkun á greiðslum almannatrygginga á miðju ári líkt og gert var árin 2022 og 2023?
     3.      Hver hefði árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs verið ef öll frítekjumörk í almannatryggingakerfinu hefðu hækkað til jafns við hlutfallslega hækkun á greiðslum almannatrygginga?
     4.      Hver hefði kostnaðurinn verið ef frítekjumörkin hefðu hækkað til jafns við hækkun vísitölu neysluverðs?


Skriflegt svar óskast.