Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 452  —  431. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um Alþjóðahafsbotnsstofnunina og námuvinnslu á hafsbotni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er ástæða þess að fulltrúar Íslands hafa ekki sótt fundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar, líkt og fram kemur í svari ráðherra við fyrirspurn á 153. löggjafarþingi (1151. mál, þskj. 2169)? Kemur til álita að endurskoða þá afstöðu og taka þátt í starfi stofnunarinnar?
     2.      Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda til hugmynda um tímabundna stöðvun eða varanlegt bann við námuvinnslu á hafsbotni til að vernda vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni djúpsjávar?


Skriflegt svar óskast.