Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 468  —  447. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku.

Frá Elvu Dögg Sigurðardóttur.


     1.      Hefur farið fram vinna við að móta heildstæða ungmennastefnu (e. national youth policy) sem byggist á alþjóðlegum skilgreiningum og er unnin samkvæmt leiðarvísi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir fyrir ungt fólk, líkt og flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa unnið? Ef svo er, hvernig hefur aðkomu ungmenna að þeirri vinnu verið háttað?
     2.      Hefur farið fram vinna við endurskoðun æskulýðslaga, nr. 70/2007, þar sem farið er eftir tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins um viðurkenningu á Landssambandi ungmennafélaga sem formlegu ungmennaráði þjóðarinnar (e. national youth council)?
     3.      Með hvaða hætti er tryggð aðkoma ungs fólks að ákvarðanatöku um málefni sem það varða? Eftir hvaða lýðræðislegu ferlum er unnið við slíka ákvarðanatöku?
     4.      Í hvaða tilvikum hefur aðkoma ungmenna verið tryggð undanfarin fimm ár þegar lögum hefur verið breytt eða þegar ákvarðanir hafa verið teknar í málefnum sem varða þau? Í hvaða ráðgjafahópum eða starfshópum sem tengjast málefnum ungs fólks eiga fulltrúar þeirra sæti?


Skriflegt svar óskast.