Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 499  —  459. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fráflæðisvanda á Landspítala.

Frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar sem eru inniliggjandi á Landspítala hafa þegar lokið meðferð en bíða eftir öðru úrræði?
     2.      Hvaða aðgerðir hefur markvisst verið farið í á síðustu tveimur árum til þess að mæta fráflæðisvanda á Landspítala?
     3.      Hvaða skref hafa verið tekin á vegum ráðuneytisins til að bregðast við niðurstöðu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey setti fram í skýrslu í mars 2022 um að ef ekkert yrði gert yrði þörfin fyrir legurými árið 2040 u.þ.b. helmingi meiri en spítalinn gæti annað?
     4.      Hvaða skref hafa verið stigin á síðustu tveimur árum í þá átt að efla víðtækari heimaþjónustu og fleiri sveigjanleg og fjölbreytt úrræði svo að einstaklingar geti útskrifast heim í eigið húsnæði með viðeigandi þjónustu?
     5.      Hvaða áform eru til staðar til að fjölga hjúkrunarrýmum á næstu árum í því skyni að mæta stórum hluta fráflæðisvandans?


Skriflegt svar óskast.