Ferill 471. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 516  —  471. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eigu ríkissjóðs á landi og lóðum í Reykjanesbæ.

Frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur.


     1.      Hve stórt landsvæði er í eigu ríkissjóðs í Reykjanesbæ?
     2.      Hve stórt landsvæði er í eigu ríkissjóðs í öðrum sveitarfélögum?
     3.      Hve margar lóðir eru í eigu ríkissjóðs í Reykjanesbæ? Hve margar lóðanna eru:
                  a.      óbyggðar,
                  b.      undir atvinnu- eða þjónustuhúsnæði,
                  c.      undir íbúðarhúsnæði?
     4.      Hverjar eru árlegar tekjur ríkisins, síðastliðin fimm ár, af lóðarleigu og/eða vegna annarra gjalda af:
                  a.      lóðum sem eru undir atvinnu- eða þjónustuhúsnæði í Reykjanesbæ,
                  b.      lóðum sem eru undir íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ?
     5.      Er lóðareign ríkisins í öðrum sveitarfélögum sambærileg þeirri sem er í Reykjanesbæ? Ef svo er, í hvaða sveitarfélögum á ríkið lóðir, hve margar lóðir og hvers konar lóðir (t.d. óbyggðar lóðir, atvinnu- eða þjónustuhúsnæðislóðir, íbúðarhúsalóðir)?
     6.      Hverjar eru heildartekjur ríkisins af lóðarleigu vegna íbúðarhúsnæðis í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ?
     7.      Hver var eignfærð fjárhæð lands og lóða þegar ríkissjóður tók yfir eignir varnarliðsins á Ásbrú?
     8.      Kemur til greina að nýta það umframfjármagn sem fæst við sölu á byggingarrétti lóðanna á Ásbrú að hluta eða heild sinni til innviðauppbyggingar þar?


Skriflegt svar óskast.