Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 519  —  472. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um upprunaábyrgðir á raforku.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða stórnotendur hér á landi kaupa upprunaábyrgðir á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum?
     2.      Hversu stór hluti raforku sem notuð er við álframleiðslu hér á landi er vottaður með upprunaábyrgðum? Telur ráðuneytið það hlutfall réttlæta þá staðhæfingu á vef Samtaka álframleiðenda að á Íslandi sé eingöngu notuð endurnýjanleg orka við álframleiðslu?
     3.      Hve mikill hefði kostnaður íslenskra álframleiðenda verið af því að votta framleiðslu sína með upprunaábyrgðum árið 2022, ef miðað er við meðalmarkaðsverð?
     4.      Liggur fyrir mat á því hvaða áhrif það hafði á almenna neytendur að hætt var að láta upprunaábyrgðir fylgja sölu á raforku á heildsölumarkaði?


Skriflegt svar óskast.