Ferill 473. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 520  —  473. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um áfengisneyslu og áfengisfíkn.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig hefur áfengisneysla þróast síðustu tíu ár, annars vegar á meðal fullorðinna og hins vegar á meðal barna og ungmenna?
     2.      Hver hefur verið þróun sjúkdómsgreininga vegna áfengisfíknar á síðustu tíu árum?
     3.      Hvað er vitað um sjúkdómsbyrði tengda ofnotkun áfengis og áfengisfíkn hér á landi og hverjir eru helstu fylgikvillar áfengisfíknar?
     4.      Hvað er vitað um óbeinar afleiðingar skaðlegrar áfengisdrykkju, þ.m.t. á þriðja aðila, og hvaða úrræði standa aðstandendum til boða?
     5.      Hvernig hefur biðtími eftir áfengismeðferð þróast síðustu fimm ár?


Skriflegt svar óskast.