Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 521  —  474. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um liðskiptaaðgerðir.

Frá Berglindi Hörpu Svavarsdóttur.


     1.      Hver hefur þróunin verið á fjölda á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á síðustu fimm árum?
     2.      Hver er heildarfjöldi þeirra sem eru nú á biðlista eftir liðskiptaaðgerð hér á landi?
     3.      Hve margar liðskiptaaðgerðir hafa verið framkvæmdar í kjölfar samnings um 700 liðskiptaaðgerðir sem gerður var á milli Sjúkratrygginga Íslands og einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hér á landi í lok mars 2023?
     4.      Telur ráðherra að samningsgerð við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sé mikilvæg stefna til framtíðar til að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum?
     5.      Hver er munurinn á kostnaði við liðskiptaaðgerðir eftir því hvort þjónustan er veitt af Landspítala eða af einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum hér á landi samkvæmt síðasta útboði?


Skriflegt svar óskast.