Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 525  —  477. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við alvarlegum fjárskorti, manneklu og húsnæðisvanda Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ)?
     2.      Hvernig má auka sértekjur stofnunarinnar?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við löngum biðlistum eftir þjónustu HTÍ?
     4.      Hver er meðalbiðtími eftir þjónustu HTÍ? Svar óskast sundurliðað eftir tegund þjónustu, biðtíma og fjölda á biðlista.
     5.      Hver er fjöldi þjónustuþega HTÍ á árunum 2013–2023? Svar óskast sundurliðað eftir árum, tegund þjónustu og aldri þjónustuþega.
     6.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að beita sér fyrir auknu framboði menntunar í heyrnartengdum fræðum hér á landi?
     7.      Hvernig er fyrirkomulagi eftirlits með heyrnarþjónustu einkaaðila háttað?
     8.      Telur ráðherra rétt að skoða kosti þess að skima heyrn barna á skólaaldri með skipulegum hætti?


Skriflegt svar óskast.