Ferill 487. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 540  —  487. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um ráðstöfun Byggðastofnunar á aflaheimildum.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


    Hver var úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og skipa sem fengu úthlutað slíkum veiðiheimildum skv. 10. gr. a með heimild í 5. mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2021–2022 þar til nú? Þess er óskað að eftirfarandi þættir verði tilgreindir: skráningarnúmer, nafn skips og einkennisstafir, eigandi þess, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur viðkomandi skips, úthlutað aflamark og úthlutaðar aflaheimildir frá Byggðastofnun, aflamark sem flutt hefur verið frá skipinu, afli skips, landaður afli í því byggðarlagi sem tilheyrir aflaheimildum Byggðastofnunar til skipsins. Aflatölur og aflamark taki til eftirtalinna tegunda: þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu.


Skriflegt svar óskast.