Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 547  —  494. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þvingaða lyfjagjöf við brottvísun.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu oft hefur þvinguð lyfjagjöf verið framkvæmd í tengslum við brottvísun, sbr. svar á þskj. 517 á yfirstandandi löggjafarþingi? Óskað er upplýsinga tíu ár aftur í tímann þar sem fram komi hvaða heilbrigðisstétt þeir einstaklingar tilheyra sem tóku þátt í að gefa lyfin og hvar viðkomandi störfuðu, sem og dagsetning lyfjagjafar og eftir atvikum dagsetning brottvísunar. Jafnframt komi fram kyn þess einstaklings sem lyfin voru gefin og hvort viðkomandi hafi verið yngri en 18 ára.


Skriflegt svar óskast.