Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 577  —  429. mál.




Svar


menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Friðjóni R. Friðjónssyni um fjölda starfsmanna, stöðugilda og einstaklinga í verktöku hjá Ríkisútvarpinu ohf. og RÚV sölu ehf.


     1.      Hversu mörg stöðugildi voru hjá Ríkisútvarpinu ohf. á árunum 2018–2022, sundurliðað eftir árum og starfssviðum?
    Meðaltal yfir árið:
         2018: 270.
        2019: 271.
        2020: 249,43.
        2021: 235,84.
        2022: 238,31.

     2.      Hversu margir voru á launaskrá hjá Ríkisútvarpinu ohf. á árunum 2018–2022, sundurliðað eftir árum og starfssviðum?
    Staðan í lok desember ár hvert:
        2018: 307.
        2019: 291.
        2020: 265.
        2021: 262.
        2022: 263.

Sjónvarp Útvarp Fréttastofa Framl./tækni Skrifstofa/o.fl.
2022 29 42 69 76 47
2021 29 40 72 76 45
2020 33 38 75 73 46

     3.      Hversu margir verktakasamningar voru gerðir hjá Ríkisútvarpinu ohf. á árunum 2018– 2022, sundurliðað eftir árum og starfssviðum, og hver var kostnaðurinn við þá?

Ár 2018 2019 2020 2021 2022
Fjöldi verktaka 823 807 881 755 906

    Hér er um að ræða verktaka sem koma að framleiðslu, dagskrárgerð og fréttum hjá RÚV.

     4.      Hversu margir fastir starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. voru einnig verktakar við dagskrárgerð á árunum 2018–2022, sundurliðað eftir árum?
    Starfsmaður á launaskrá hjá Ríkisútvarpinu getur aldrei þegið verktakalaun á meðan hann er í launþegasambandi við Ríkisútvarpið.
     5.      Hve háa fjárhæð greiddi Ríkisútvarpið ohf. í verktakagreiðslur 2018–2022, sundurliðað eftir árum.

2018 2019 2020 2021 2022 Samtals
739.680.147 735.108.640 746.545.487 745.069.672 955.107.047 3.921.510.992

     6.      Hversu mörg stöðugildi voru hjá RÚV sölu ehf. á árunum 2020–2022, sundurliðað eftir árum?
    Meðaltal yfir árið:
         2020: 16,66.
         2021: 16,11.
         2022: 15,63.

     7.      Hversu margir voru á launaskrá hjá RÚV sölu ehf. á árunum 2020–2022, sundurliðað eftir árum?
    Staðan í desember ár hvert:
        2020: 16.
        2021: 17.
        2022: 16.

     8.      Hverjir eru fimm fjárfrekustu rekstrarliðir RÚV sölu ehf. á árunum 2020–2022, sundurliðað eftir árum og kostnaði?

2020 2021 2022
Gjald fyrir birtingu viðskiptaboða 1.299 1.632 1.918
Kostnaðarverð vara og þjónustu í samkeppnisrekstri 290 297 361
Laun og tengd gjöld 223 227 225
Hlutdeild í rekstrarkostnaði stoðdeilda 31 31 33
Húsnæðiskostnaður 11 11 10
1.853 2.197 2.547
    Fjárhæðir eru í millj. kr.

     9.      Hversu margir verktakasamningar voru gerðir hjá RÚV sölu ehf. á árunum 2020–2022, sundurliðað eftir árum, og hver var kostnaðurinn við þá?
    Einn verktakasamningur var gerður árið 2022 og var kostnaðurinn 2,4 millj. kr.

     10.      Hvernig var dagskrárgerðarfólk ráðið til starfa, hvort sem er fast starfsfólk eða verktakar við dagskrárgerð, með auglýsingu eða öðrum hætti, skipt á árin 2020–2022?
    RÚV réð fimm í hóp dagskrárgerðarfólks í útvarpi/sjónvarpi eftir auglýsingu 2020, 2021 og 2022.
    Á þessu tímabili voru fastráðnir þrettán starfsmenn í dagskrárgerð.
    RÚV hefur ekki ráðið verktaka í umsóknarferli. Við val á verktaka er horft til málefnalegra sjónarmiða, þar á meðal til umfangs verks, fyrri verka og reynslu og þekkingu þeirra sem í hlut eiga og eðlis þeirra verkefna sem um ræðir. Í flestum tilvikum er um að ræða tímabundin afmörkuð verkefni.

     11.      Í hve miklum mæli eru gerðar fjárhagsáætlanir um einstaka dagskrárliði sem Ríkisútvarpið ohf. er framleiðandi að til flutnings í miðlum Ríkisútvarpsins?
    Gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir hvern dagskrárlið í sjónvarpi og útvarpi ár hvert samhliða gerð rekstraráætlunar fyrir samstæðu Ríkisútvarpsins ohf. og RÚV sölu ehf.

     12.      Hver var niðurstaða starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra um málefni Ríkisútvarpsins sem skipaður var 21. apríl 2023 og átti að skila af sér fyrir 1. júlí síðastliðinn?
    Samkvæmt skipunarbréfi starfshópsins var ráðgert að hópurinn skilaði skýrslu 15. nóvember sl. Vinnan hefur dregist nokkuð og er stefnt að skilum skýrslunnar fljótlega upp úr mánaðamótum.