Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 599  —  519. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fyrirspurnir í Heilsuveru.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Hver voru helstu markmið sem sett voru fram við undirbúning og innleiðingu fyrirspurnakerfis Heilsuveru? Telur ráðherra að þeim markmiðum hafi verið náð?
     2.      Voru fyrirmyndir að sambærilegum verkefnum hafðar til hliðsjónar við innleiðingu Heilsuveru? Ef svo er, hverjar?
     3.      Voru viðmið eða markmið um æskilegan tíma sem færi í samskipti í Heilsuveru sett fram við undirbúning fyrirspurnakerfis Heilsuveru?
     4.      Hversu margar fyrirspurnir hafa borist læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í Heilsuveru, sundurliðað eftir árum, frá því að opnað var fyrir beinar fyrirspurnir til heilbrigðisstarfsfólks? Óskað er eftir samantekt á þeim tíma sem læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur varið í að svara fyrirspurnum í Heilsuveru.
     5.      Hefur fylgt fjármagn til heilbrigðisstofnana til samræmis við þá auknu vinnu sem svörun fyrirspurna í Heilsuveru kann að hafa í för með sér?


Skriflegt svar óskast.