Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 600  —  520. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um tæknilausnir í heilbrigðisþjónustu.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Telur ráðherra að eitthvað í lagaumhverfinu standi í vegi fyrir stafrænni framþróun í heilbrigðiskerfinu? Ef svo er, hvað?
     2.      Hvaða úrbætur á lögum telur ráðherra að ráðast þurfi í til þess að styðja við stafrænar lausnir og veita svigrúm til frekari þróunar og nýsköpunar á þessu sviði?
     3.      Hversu miklu fjármagni hefur hið opinbera varið í þróun og innleiðingu tæknilausna í heilbrigðismálum frá árinu 2017, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hvert er hlutfall framlagsins af vergri landsframleiðslu? Óskað er eftir samanburði við önnur Norðurlönd.
     5.      Hvert er hlutfall framlagsins af heildarfjármagni sem fer í rekstur heilbrigðisþjónustu? Óskað er eftir samanburði við önnur Norðurlönd.
     6.      Hvert hefur fjármagnið sem hið opinbera hefur varið í þróun og innleiðingu tæknilausna í heilbrigðismálum runnið frá árinu 2017? Óskað er eftir samanburði við önnur Norðurlönd.
     7.      Hversu stórt hlutfall fjármagnsins hefur verið veitt til embættis landlæknis, Landspítala og annarra stofnana eða fyrirtækja? Óskað er eftir samanburði við önnur Norðurlönd.


Skriflegt svar óskast.