Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 614  —  529. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um útflutningsleka til Rússlands.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Er ráðherra kunnugt um að Rússar hafi komist yfir vörur sem sæta útflutningsbanni til Rússlands í gegnum milliliði í öðrum ríkjum, í trássi við þvingunaraðgerðir ESB gegn Rússlandi? Ef svo er, hvert er umfang útflutningslekans?
     2.      Hefur útflutningur frá Íslandi til ríkja Mið-Asíu og Kákasus aukist samhliða innleiðingu þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi? Ef svo er, hver er aukningin í hverju ríki og til hvaða vöruflokka má rekja hana?


Munnlegt svar óskast.