Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 615  —  530. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lokun fangelsisins á Akureyri og fangelsismál.

Frá Loga Einarssyni.


     1.      Telur ráðherra að lokun fangelsisins á Akureyri árið 2020 hafi verið farsæl ákvörðun?
     2.      Telur ráðherra að lokun fangelsisins samrýmist markmiðum stjórnvalda um jöfn búsetuskilyrði?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að opna á ný fangelsið á Akureyri og jafnvel að fjölga fangelsum víðar um land?
     4.      Hver er árlegur kostnaður ríkissjóðs af því að flytja gæsluvarðhaldsfanga frá heimabyggð í gæsluvarðhaldsfangelsi á Hólmsheiði og Litla-Hrauni?
     5.      Hvernig er aðstoð háttað við einstaklinga sem látnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi en búsettir eru fjarri gæsluvarðhaldsfangelsinu? Greiða fangelsismálayfirvöld ferðakostnað þessara einstaklinga?
     6.      Fá börn fanga sem búsett eru í öðrum landshluta en þar sem fangar eru vistaðir fjárhagsstyrk til að heimsækja foreldra sína í fangelsi? Hefur tíðni heimsókna fyrrgreindra barna verið skoðuð og gerður samanburður við tíðni heimsókna barna sem búsett eru á Suðurlandi eða suðvesturhorni landsins?


Munnlegt svar óskast.