Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 645  —  546. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skráningu brjóstapúða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig skiptast aðgerðir til að fjarlægja brjóstapúða, sem greint er frá í 3. tölul. svars á þskj. 572 á yfirstandandi löggjafarþingi, eftir því hvort ígræðsla fór fram á Landspítala, öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum, á einkastofum eða erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir árum undanfarin tíu ár.
     2.      Hver er ástæða þess að ráðuneytið kallaði ekki eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga sem hafa fengið grædda brjóstapúða í sig á einkastofum þrátt fyrir að í 1. tölul. svarsins komi fram að í kjölfar PIP-brjóstapúðamálsins hafi verið lögfest skylda allra aðila til að færa skrá um slík ígræði og þrátt fyrir að Lyfjastofnun geti óskað eftir aðgangi að þeirri skrá?
     3.      Hefur Lyfjastofnun nýtt heimild sína til að óska eftir upplýsingum um brjóstaígræði frá öllum sem gera aðgerðir með ígræðanlegum lækningatækjum, sbr. lagaheimild sem lýst er í 1. tölul. svarsins? Ef svo er, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.