Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 650  —  551. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eftirlit með snyrtistofum og brot á lögum um handiðnað.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hversu mörgum snyrtistofum hefur lögreglan haft eftirlit með á síðastliðnum þremur árum til að kanna hvort starfsmenn uppfylli skilyrði þess að starfa sem snyrtifræðingar í samræmi við lög um handiðnað í ljósi þess að lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmd ákvæða laganna og að leita má úrskurðar dómstóla, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, og þess að snyrtifræði telst til löggiltrar iðngreinar? Óskað er sundurliðunar eftir því hvort eftirlit var viðhaft á grundvelli frumkvæðiseftirlits lögreglu eða innsendrar kæru.
     2.      Hversu margar snyrtistofur hafa verið ákærðar síðastliðin þrjú ár vegna brota á lögum um handiðnað?


Skriflegt svar óskast.