Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 652  —  455. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur um kostnað við byggingu hjúkrunarheimila.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur byggingarkostnaður á fermetra við byggingu hjúkrunarheimila verið síðastliðna tvo áratugi, skipt eftir því hvort ríki, sveitarfélag eða aðrir framkvæmdaraðilar hafa verið byggingaraðilar?
     2.      Hver hefur byggingarkostnaður á hvert hjúkrunarrými við byggingu hjúkrunarheimila verið síðastliðna tvo áratugi, skipt eftir því hvort ríki, sveitarfélag eða aðrir framkvæmdaraðilar hafa verið byggingaraðilar?


    Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum var meðalbyggingarkostnaður samkvæmt skilamötum á fermetra á eftirtöldum hjúkrunarheimilum um 675,3 millj. kr. og meðalbyggingarkostnaður á hvert rými um 47,1 millj. kr., uppreiknað miðað við byggingarvísitölu í október 2023. 1 Samkvæmt viðmiðum ráðuneytisins frá 2022 um stærð og skipulag hjúkrunarheimila er reiknuð stærð á hvert hjúkrunarrými 65 m². Sjá nánari sundurliðun og hlutfallsskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í meðfylgjandi töflu. Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um byggingarkostnað hjúkrunarrýma frá öðrum framkvæmdaraðilum.

Nafn hjúkrunarheimilis Verklok Stærð í m² Fjöldi rýma Rými í m² Stofnkostn. millj. kr.* Þúsund
kr. á m²
Millj. kr. á rými Ríki % Sveitarfélag %
Uppsalir, Fáskrúðsfirði 1999 958 14 68,4 575 600 41,1 79,0 21,0
Hólmavík 2003 859 13 66,1 449 523 34,5 77,3 22,7
Naust, Þórshöfn 2005 487 9 54,1 285 586 31,7 85,0 15,0
Kirkjubæjarklaustur 2007 974 16 60,9 601 617 37,6 73,0 27,0
Hlíð, Akureyri 2007 3.950 60 65,8 2.367 599 39,4 70,0 30,0
Boðaþing 5–7, Kópavogi 2010 2.967 44 67,4 1.695 571 38,5 85,0 15,0
Mörk, Reykjavík 2010 7.688 110 69,9 4.560 593 41,5 70,0 30,0
Jaðar, Ólafsvík, með tengigangi og aukarýmum 2011 1.194 12 99,5 757 634 63,1 85,0 15,0
Hulduhlíð, Eskifirði** 2014 1.497 20 74,9 1.558 1.041 77,9 85,0 15,0
Sléttuvegur, Reykjavík 2020 6.435 99 65,0 4.089 635 41,3 85,0 15,0
Móberg, Árborg 2023 4.132 60 68,9 3.555 860 59,3 84,0 16,0
Stykkishólmur 2023 1278 18 71,0 1078 844 59,9 83,0 17,0
Meðaltal 69,3 1797,4 675,3 47,1
Skýringar á útreikningi á framkvæmdakostnaði með byggingarvísitölu:
*Byggingarvísitala Hagstofunnar var notuð til að framreikna framkvæmdakostnað hjúkrunarheimila til október 2023. Þessi aðferð er ásættanleg nokkur ár aftur í tímann en eftir því sem lengra líður frá framkvæmdum eykst kostnaðarskekkjan, þ.e. vanmat á kostnaði eykst. Þess vegna virðast eldri hjúkrunarheimilin vera talsvert ódýrari.
**Hjúkrunarheimilið á Eskifirði reyndist mjög dýrt þegar uppi var staðið vegna þess að valinn verktaki þurfti að segja sig frá verkinu þegar 40% af vinnunni var lokið og alvarlegir byggingargallar blöstu við.


1    Framreiknuð byggingarvísitala eldri heimila getur verið ónákvæm og vert er að taka fram að byggingarkostnaður getur verið mismunandi eftir stærð og fjölda rýma og hvort byggt er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.