Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 663  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024.


Frá meiri hluta fjárlaganefndar (SVS, NTF, JSkúl, JFF, TBE, VilÁ).


     1.      Við 6. gr. Liður 2.36 orðist svo: Að heimila Fasteignum Háskóla Íslands ehf. að ganga til samninga við Félagsstofnun stúdenta um ráðstöfun íbúða sem tilheyra háskólanum á Eggertsgötu og Suðurgötu.
     2.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.31    Að selja jarðir og eignir í eigu ríkisins við Halldórsstaði í Laxárdal í Þingeyjarsveit.
        3.32    Að ganga til samninga við KFUM varðandi ráðstöfun lóða í Vatnaskógi.
        3.33    Að heimila ráðstöfun á landi í eigu ríkisins til landnýtingar í þágu loftslagsmála, svo sem kolefnisbindingar eða samdráttar í losun með skógrækt, endurheimt eða verndun vistkerfa, að undangenginni greiningu á því, m.a. út frá náttúrufari, hvort tiltekið land henti undir slíka nýtingu.
     3.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.18    Að heimila Tæknigarði ehf. að selja fasteignina Dunhaga 5 til Fasteigna Háskóla Íslands ehf. og jafnframt heimila Háskóla Íslands að slíta Tæknigarði ehf. í kjölfarið og færa eftirstandandi eignir hans til háskólans.
        5.19    Að stofna sérstakt félag um byggingu Þjóðarhallar.
     4.      Við 6. gr. Nýr liður:
        7.31    Að auka hlut Íslands í Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) fyrir allt að 600 m.kr. í samræmi við ákvörðun stjórnar sjóðsins.