Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 714  —  566. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um starfsfólk starfsmannaleigna.

Frá Valgerði Árnadóttur.


     1.      Hversu margar starfsmannaleigur eru starfræktar á Íslandi?
     2.      Hversu margir hafa komið hingað til lands til að starfa hjá starfsmannaleigum síðastliðin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum, atvinnugreinum, ríkisfangi og kyni starfsfólks.
     3.      Hversu lengi hefur starfsfólk starfsmannaleigna dvalið að jafnaði á Íslandi síðastliðin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Er íbúðarhúsnæði sem starfsfólki starfsmannaleigna er boðið tekið út með tilliti til brunavarna?
     5.      Er fólk sem hingað kemur til að starfa hjá starfsmannaleigum upplýst um réttindi sín samkvæmt vinnulöggjöf af Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu eða viðkomandi stéttarfélagi?


Skriflegt svar óskast.