Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 721  —  570. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skipulagða brotastarfsemi, vopnanotkun og refsiheimildir.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra grípa til sérstakra aðgerða til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni gangi til liðs við skipulagða brotastarfsemi? Ef svo er, hvaða aðgerða?
     2.      Hyggst ráðherra grípa til sérstakra aðgerða til að sporna við ólöglegri vopnanotkun? Ef svo er, hvaða aðgerða?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir fleiri og/eða þyngri refsiheimildum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi?
     4.      Telur ráðherra þörf á að bæta við refsiheimild í íslensk lög vegna svokallaðs niðurlægingarofbeldis?


Munnlegt svar óskast.