Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 722  —  571. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um undanþágur frá fjarskiptaleynd.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu margar beiðnir um undanþágur frá fjarskiptaleynd hafa verið lagðar fram á grundvelli 3. mgr. 89. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022, eða samhljóða ákvæðis 3. mgr. 42. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003, undanfarin tíu ár? Svar óskast greint eftir árum, brotaflokkum og þess hver óskar gagnanna. Þá komi fram hversu oft beiðnir voru samþykktar og hversu oft þeim var synjað. Jafnframt að greint sé frá því hversu oft upplýsingar sem fengust með þessari leið hafi orðið grundvöllur ákæru og hverjar málalyktir þeirra dómsmála voru.


Skriflegt svar óskast.