Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 727  —  2. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, ÁBG, JFF, VilÁ, SÞÁ).


     1.      20. gr. orðist svo:
                 Á eftir ártalinu „2023“ í ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: og árið 2024.
     2.      Við XVII. kafla bætist ný grein sem verði 25. gr., svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
                  a.      Í stað „16,78%“ í 1. tölul. kemur: 16,55%.
                  b.      Í stað „23,28%“ í 2. tölul. kemur: 23,05%.
                  c.      Í stað „31,58%“ í 3. tölul. kemur: 31,35%.
                  d.      Í stað „23,28%“ tvívegis í 4. tölul. kemur: 23,05%.
     3.      Við 25. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar „11. og 13. málsl.“ í 5. mgr. kemur: 12. og 14. málsl.
     4.      Á eftir 8. tölul. 26. gr. komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
        9.    21% af tekjuskattsstofni lögaðila, sbr. b-lið 11. tölul. 70. gr.
        10.    38,4% tekjuskattsstofni ef um aðra lögaðila er að ræða, sbr. c-lið 11. tölul. 70. gr.
     5.      Við 27. gr.
                  a.      Á eftir n-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „2.400 kr./tæki“ þrívegis í viðaukanum kemur: 3.900 kr./tæki.
                  b.      Á eftir q-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „8.000 kr./tæki“ tíu sinnum í viðaukanum kemur: 13.000 kr./tæki.
                  c.      Í stað „15.500 kr./tæki“ í v-lið komi: 45.500 kr./tæki.
     6.      Í stað „5%“ í 30. gr. komi: 4,3%.
     7.      Í stað „30. og 31. gr.“ í 2. mgr. 32. gr. komi: 31., 32. og 38. gr.
     8.      Við bætist fjórir nýir kaflar, XXII. kafli, Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með einni nýrri grein, 33. gr., XXIII. kafli, Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998, með einni nýrri grein, 34. gr., XXIV. kafli, Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með einni nýrri grein, 35. gr., og XXV. kafli, Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með þremur nýjum greinum, 36. gr., 37. gr. og 38. gr., svohljóðandi:
                  a.      (33. gr.)
                      Við 2. mgr. 81. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja reglugerð um sérstök verkefni og stuðning sem fellur utan samninga sem gerðir eru á grundvelli 1. mgr. 30. gr.
                  b.      (34. gr.)
                      Við 19. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja reglugerð um sérstök verkefni og stuðning sem fellur utan samninga skv. 3. gr.
                  c.      (35. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
                      a.      Í stað „16,78%“ í a-lið kemur: 16,55%.
                      b.      Í stað „23,28%“ í b-lið kemur: 23,05%.
                      c.      Í stað „31,58%“ í c-lið kemur: 31,35%.
                  d.      (36. gr.)
                      Í stað „1,21%“ í 2. tölul. c-liðar 8. gr. a laganna kemur: 1,44%.
                  e.      (37. gr.)
                      Í stað „14,74%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,97%.
                  f.      (38. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 24. gr. skal sveitarstjórn ákveða fyrir 30. desember 2023 hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á árinu 2024, sbr. 1. mgr. 23. gr., svo og 1. mgr. 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvörðun sveitarstjórnar skal sömuleiðis tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneyti eigi síðar en 30. desember 2023.