Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 728  —  450. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011 (breytingar á úthlutunarreglum).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Við a-lið 1. gr.
     1.      Orðin „en 15% ef ferð er lengri en 390 km“ í 1. efnismálsl. falli brott.
     2.      Í stað orðanna „er 150–390 km en allt að 30% ef ferð er lengri en 390 km“ í 2. efnismálsl. komi: er a.m.k. 150 km.

Greinargerð.

    Í ljósi þess að um er að ræða opinberan stuðning við notkun jarðefnaeldsneytis, meðan ekki hafa náðst full orkuskipti í vegasamgöngum, auk þess sem ónógar upplýsingar liggja fyrir um það hvert hækkaðir flutningsjöfnunarstyrkir muni helst renna, er lagt til að dregið verði úr hækkun styrkjanna.