Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 730  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (OH).


     1.      Á undan 25. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
                  a.      Í stað „310.000 kr.“ í 1. málsl. kemur: 330.000 kr.
                  b.      Í stað „460.000 kr.“ í 2. málsl. kemur: 490.000 kr.
                  c.      Í stað „9.785.000 kr.“ og „4.893.000 kr.“ í 3. málsl. kemur: 10.411.000 kr.; og: 5.206.000 kr.
                  d.      Í stað „130.000 kr.“, „9.785.000 kr.“ og „4.893.000 kr.“ í 7. málsl. kemur: 138.000 kr.; 10.411.000 kr.; og: 5.206.000 kr.
     2.      Við 25. gr., er verði 26. gr., bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                  c.      Í stað „7.500.000 kr.“ og „12.000.000 kr.“ í 4. mgr. kemur: 8.400.000 kr.; og: 13.440.000 kr.
                  d.      Í stað „420.000 kr.“, „525.000 kr.“ og „630.000 kr.“ í 5. mgr. kemur: 460.740 kr.; 575.925 kr.; og: 691.110 kr.
     3.      Við bætist tveir nýir kaflar, XXII. kafli, Breyting á lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, með einni nýrri grein, 32. gr., og XXIII. kafli, Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með einni nýrri grein, 33. gr., svohljóðandi:
        a. (32. gr.)
                    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. og 5. mgr. 16. gr. og 2. mgr. 30. gr. skulu grunnfjárhæðir húsnæðisbóta á ári vegna leigu á íbúðarhúsnæði á árinu 2024 taka breytingum 1. janúar 2024 og vera sem hér segir:
Fjöldi heimilismanna Grunnfjárhæð húsnæðisbóta á tímabilinu
1. janúar – 31. desember 2024
1 474.485 kr.
2 627.545 kr.
3 734.692 kr.
4 eða fleiri 795.911 kr.
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 4. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 30. gr. skal við útreikning húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði á árinu 2024 lækka grunnfjárhæð húsnæðisbóta skv. 1. mgr. ákvæðis þessa um fjárhæð sem nemur 11% af samanlögðum árstekjum heimilismanna, 18 ára og eldri, umfram eftirfarandi frítekjumörk sem miðast við greiðslur húsnæðisbóta fyrir heilt almanaksár og taka mið af fjölda heimilismanna óháð aldri eftir stuðlum skv. 1. mgr. 16. gr.:
Fjöldi heimilismanna Frítekjumörk m.v. árstekjur 2024
1 5.733.989 kr.
2 7.575.970 kr.
3 8.878.435 kr.
4 eða fleiri 9.618.305 kr.
         b. (33. gr.)
                     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Falli íbúðarhúsnæði undir lög um almennar íbúðir skal endurgreiða byggjendum 60% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna á byggingarstað.