Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 732  —  2. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÁLÞ).


     1.      1.–9. gr. falli brott.
     2.      13. gr. falli brott.
     3.      14. gr. falli brott.
     4.      22. gr. falli brott.
     5.      Við 25. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „7.500.000 kr.“ og „12.000.000 kr.“ í 4. mgr. kemur: 8.400.000 kr.; og: 13.440.000 kr.
     6.      Við bætist tveir nýir kaflar, XXII. kafli, Breyting á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með tveimur nýjum greinum, 32. og 33. gr., og XXIII. kafli, Breyting á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með einni nýrri grein, 34. gr., svohljóðandi:
                  a.      (32. gr.)
                        3.–7. mgr. 5. gr. laganna falla brott.
                  b.      (33. gr.)
                     Við 6. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Skjöl er varða eignaryfirfærslu íbúðarhúsnæðis sem aflað er til eigin nota.
                  c.      (34. gr.)
                        Í stað „0,145%“ í 4. gr. laganna kemur: 0,838%.

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er lagt til að fella brott úr frumvarpinu ákvæði sem fjalla um krónutöluhækkanir ýmissa skatta og gjalda. Í 2. tölul. er lagt til að fella brott úr frumvarpinu hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra milli ára. Í 3. tölul. er lagt til að heimild í bráðabirgðaákvæði laga um málefni aldraðra til að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða verði ekki framlengd. Í 4. tölul. er lagt til að fallið verði frá hækkun útvarpsgjalds milli ára. Í 5. tölul. er lagt til að hækka eignarskerðingarmörk vaxtabóta um 12% milli ára. Í a- og b-lið 6. tölul. er lagt til að kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota verði stimpilgjaldsfrjáls. Með c-lið er lagt til að hækka svokallaðan bankaskatt í 0,838%.