Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 737  —  2. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá 4. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (BLG).


     1.      Í stað „13,45 kr.; 11,70 kr.; 16,50 kr.; og: 14,65 kr.“ í 1. gr. komi: 19,5 kr.; 16,95 kr.; 23,90 kr.; og: 21,20 kr.
     2.      XII. kafli falli brott.
     3.      Á undan 25. gr. komi fjórar nýjar greinar, svohljóðandi:
        a. (24. gr.)
                        Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
             a.      Í stað „16,78%“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 16,59%.
             b.      Í stað „23,28%“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 23,02%.
             c.      Í stað „31,58%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 31,22%.
             d.      Í stað „22%“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 30%.
             e.      Í stað „300.000 kr.“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: 400.000 kr.
        b. (25. gr.)
                     Við 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nemi tekjur af hlutabréfaeign í formi arðs og söluhagnaðar í félögum skráðum á skipulegum markaði eða markaðstorgi fjármálagerninga lægri fjárhæð en samtals 400.000 kr. á ári hjá manni skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur 30% af þeim mun og skal þeirri fjárhæð ráðstafað til hækkunar á persónuafslætti hans á álagningarárinu.
        c. (26. gr.)
                        Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
             a.      Í stað „22%“ í 1. málsl. a-liðar 5. tölul. kemur: 30%.
             b.      Í stað „22%“ í 6. tölul. kemur: 30%.
             c.      Í stað „22%“ í 1. málsl. a-liðar 7. tölul. kemur: 30%.
             d.      Í stað „300.000 kr.“ í 2. málsl. a-liðar 7. tölul. kemur: 400.000 kr.
             e.      Í stað „20%“ í b-lið 7. tölul. kemur: 28%.
             f.      Í stað „12%„ í 1. málsl. a-liðar 8. tölul. kemur: 20%.
             g.      Í stað „300.000 kr.“ í 2. málsl. a-liðar 8. tölul. kemur: 400.000 kr.
             h.      Í stað „12%“ í b-lið 8. tölul. kemur: 20%.
             i.      Í stað „22%“ í a-lið 10. tölul. kemur: 30%.
             j.      Í stað „20%“ í b-lið 10. tölul. kemur: 28%.
        d. (27. gr.)
                        Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
             a.      Í stað „22%“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 30%.
             b.      Í stað „22%“ í 2., 4. og 5. málsl. 4. mgr. kemur: 30%.
     4.      Við bætist þrír nýir kaflar, XXI. kafli, Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með tveimur nýjum greinum, 34. og 35. gr., og XXII. kafli, Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með tveimur nýjum greinum, 36. og 37. gr., og XXIII. kafli, Breyting á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með einni nýrri grein, 38. gr., svohljóðandi:
        a. (34. gr.)
                    Í stað „22%“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: 30%.
        b. (35. gr.)
                       Í stað „22%“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 30%.
        c. (36. gr.)
                        Í stað orðsins „tvö “ í 1. málsl. 10. mgr. 5. gr. laganna kemur: eitt.
        d. (37. gr.)
                        3. málsl. 1. mgr. 24. gr. laganna falli brott.
        e. (38. gr.)
                        17. gr. g laganna orðast svo:
                     Samkeppniseftirlitið skal taka gjald vegna samruna. Gjaldið skal taka mið af kostnaði Samkeppniseftirlitsins vegna rannsóknar samruna. Þó skal gjaldið ekki nema lægri fjárhæð en 600.000 kr. vegna fyrirtækis sem tilkynnir samruna 1. mgr. 17. gr. a og 250.000 kr. vegna fyrirtækis sem tilkynnir samruna skv. 6. mgr. 17. gr. a. Fyrirtæki sem tilkynnir samruna samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins á grundvelli 3. mgr. 17. gr. b skal ekki greiða samrunagjald. Samrunagjald er greitt við afhendingu samrunatilkynningar og rennur til Samkeppniseftirlitsins.
     5.      Við 32. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Við gildistöku laga þessara falla lög um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, úr gildi.