Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 740  —  481. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2023.

Frá Ingu Sæland.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
1. Við 25.20 Endurhæfingarþjónusta
a.     Rekstrartilfærslur
-120,0 400,0 280,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
400,0 400,0
2. Við bætist nýtt málefnasvið og nýr málaflokkur: 28 Málefni aldraðra
28.30 Þjónusta við aldraða og aðrar greiðslur, óta.
a.     Rekstrartilfærslur
142,0 142,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
142,0 142,0
32 Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
3. Við 32.40 Stjórnsýsla félagsmála
a.     Rekstrartilfærslur
87,0 150,0 237,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
132,0 150,0 282,0

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er lagt til að framlög á málefnasviði 25.20 verði hækkuð um 400 m.kr. til að styrkja við rekstur SÁÁ.
    Í 2. tölul. er lagt til að veitt verði framlag á málefnasviði 28 til að greiða megi 66.381 kr. eingreiðslu í desember til ellilífeyrisþega sem fá greiddan óskertan ellilífeyri almannatrygginga.
    Í 3. tölul. er lögð til hækkun á framlögum á málefnasviði 32 til að styrkja hjálparstofnanir sem úthluta matargjöfum.