Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 743, 154. löggjafarþing 240. mál: breyting á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.).
Lög nr. 107 22. desember 2023.

Lög um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um leikskóla, nr. 90/2008.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „velferð“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: farsæld.
  2. Á eftir orðinu „efla“ í a-lið 2. mgr. kemur: farsæld og.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Börnum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð stefnunnar.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Sveitarfélög skulu tryggja að þjónusta leikskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna.


3. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: og farsæld.

4. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Starfsfólki leikskóla ber að stuðla markvisst að velferð og farsæld barna. Starfsfólki ber að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim á skilvirkan hátt. Starfsfólki leikskóla ber að taka þátt í samstarfi í samræmi við ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þ.m.t. eftir atvikum að taka sæti í stuðningsteymi.

5. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: og farsæld.

6. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 1. málsl. 10. gr. laganna kemur: og farsæld.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „sérþarfir“ í 4. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: stuðningsþarfir.
  2. Í stað orðsins „sérþarfa“ í 2. mgr. kemur: stuðningsþarfa.


8. gr.

     Við 1. mgr. 13. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við gerð aðalnámskrár skal farsæld barna höfð að leiðarljósi. Börnum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð aðalnámskrár.

9. gr.

     Við 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Börnum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð skólanámskrár.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „félagsþjónustu sveitarfélaga“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: aðra þjónustuveitendur.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé þjónusta samþætt á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fer um samræmingu og samþættingu einstakra mála samkvæmt ákvæðum þeirra laga.
  3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal leggja áherslu á að skólaþjónusta sé samfelld og samþætt annarri þjónustu í þágu velferðar og farsældar barna.


11. gr.

     Á eftir 22. gr. a laganna kemur ný grein, 22. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Tengiliður, málstjóri, stuðningsteymi og stuðningsáætlun.
     Öll leikskólabörn og foreldrar þeirra skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er starfsmaður skóla sem hefur viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu barna, sbr. ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
     Um rétt barna, sem hafa þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma, til málstjóra, stuðningsteymis og stuðningsáætlunar fer samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

12. gr.

     Á eftir 3. mgr. 30. gr. a laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sé þjónusta samþætt á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fer um vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum þeirra laga, einkum 23. gr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008.

13. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: farsæld.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Nemendum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð stefnu um grunnskólahald.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Sveitarfélögum ber að tryggja að þjónusta grunnskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna.


15. gr.

     Við 2. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að stuðla að samþættingu þjónustu sem veitt er á vegum skólakerfisins við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna.

16. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 5. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: og farsæld.

17. gr.

     Á eftir orðinu „velferð“ í 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: og farsæld.

18. gr.

     Á eftir 2. mgr. 12. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Starfsfólki grunnskóla ber að stuðla markvisst að velferð og farsæld nemenda. Starfsfólki ber að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum nemanda sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim á skilvirkan hátt. Starfsfólki grunnskóla ber að taka þátt í samstarfi í samræmi við ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þ.m.t. eftir atvikum að taka sæti í stuðningsteymi.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. 6. og 7. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nemendur eiga rétt á að tjá sig um mál sem þá varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Við meðferð og úrlausn máls sem varðar nemanda skal taka tillit til sjónarmiða og skoðana nemandans í samræmi við hagsmuni hans hverju sinni.
  2. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim, stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila og veitir leiðbeiningar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Allir nemendur grunnskóla og foreldrar þeirra skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er starfsmaður skóla sem hefur viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu barna, sbr. ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.


20. gr.

     Við 3. mgr. 14. gr. laganna bætist: og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

21. gr.

     Á eftir orðinu „þeirra“ í 1. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna kemur: stuðningsþörfum.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Orðin „sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðs fólks“ í 2. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðsins „sérþarfir“ tvívegis í 2. mgr. kemur: stuðningsþarfir.
  3. Fyrirsögn greinarinnar verður: Stuðningur við nemendur.


23. gr.

     Á eftir 17. gr. a laganna kemur ný grein, 17. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Málstjóri, stuðningsteymi og stuðningsáætlun.
     Um rétt nemenda, sem hafa þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma, til málstjóra, stuðningsteymis og stuðningsáætlunar fer samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

24. gr.

     Í stað orðsins „barnaverndaryfirvöldum“ í 4. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: barnaverndarþjónustu.

25. gr.

     Í stað orðsins „sérþarfir“ í 4. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: stuðningsþarfir.

26. gr.

     Á eftir 1. mgr. 24. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Við gerð aðalnámskrár skal farsæld nemenda höfð að leiðarljósi. Nemendum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð aðalnámskrár.

27. gr.

     Við 2. málsl. 1. mgr. 29. gr. laganna bætist: og nemendur.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í tómstunda- og félagsstarfi skal velferð og farsæld barna höfð að leiðarljósi.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Starfsfólki sem sinnir tómstunda- og félagsstarfi ber að stuðla markvisst að velferð og farsæld barna. Starfsfólki ber að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim á skilvirkan hátt. Starfsfólki sem sinnir tómstunda- og félagsstarfi ber að taka þátt í samstarfi í samræmi við ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þ.m.t. eftir atvikum að taka sæti í stuðningsteymi.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við framkvæmd skólaþjónustu skal leggja áherslu á að þjónusta sé samfelld og samþætt annarri þjónustu í þágu farsældar barna.
  2. Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Upplýsa skal tengilið eða málstjóra um niðurstöður athugana ef þjónusta er samþætt á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Tekið skal mið af niðurstöðum athugana við gerð stuðningsáætlana.
  3. 4. mgr. orðast svo:
  4.      Innan hvers skóla skal samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda með stofnun nemendaverndarráðs. Jafnframt skal grunnskóli stuðla að almennu samstarfi við aðra þjónustuveitendur og samstarfi á vettvangi samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
  5. Í stað orðsins „sérþarfir“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: stuðningsþarfir.
  6. Við 7. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Heimilt er, með rökstuddri greinargerð, að sækja um tímabundna undanþágu frá einstökum ákvæðum í reglugerð um nemendaverndarráð til ráðuneytis. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir veitingu undanþágu, svo sem fámenni eða sérstaða. Ráðherra er heimilt að fela Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að veita undanþágur samkvæmt þessari grein.


30. gr.

     Í stað orðsins „sérþarfir“ í 3. og 4. tölul. 4. mgr. 43. gr. a laganna kemur: stuðningsþarfir.

31. gr.

     Á eftir 3. mgr. 47. gr. a laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sé þjónusta samþætt á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fer um vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum þeirra laga, einkum 23. gr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008.

32. gr.

     Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Innan framhaldsskóla skal velferð og farsæld nemenda höfð að leiðarljósi.

33. gr.

     Á eftir 3. mgr. 8. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Starfsfólki framhaldsskóla ber að stuðla markvisst að velferð og farsæld allra nemenda. Starfsfólk skal fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum nemanda, undir 18 ára aldri, sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim á skilvirkan hátt. Starfsfólki framhaldsskóla ber að taka þátt í samstarfi í samræmi við ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, þ.m.t. eftir atvikum að taka sæti í stuðningsteymi.

34. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við gerð aðalnámskrár skal farsæld nemenda höfð að leiðarljósi. Nemendum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð aðalnámskrár.

35. gr.

     Við 1. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nemendum skal veitt tækifæri til að taka þátt í gerð skólanámskrár.

36. gr.

     Við 33. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Allir nemendur framhaldsskóla, undir 18 ára aldri, og foreldrar þeirra skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er starfsmaður skóla sem hefur viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu barna, sbr. ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
     Um rétt nemenda, undir 18 ára aldri, sem hafa þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma, til málstjóra, stuðningsteymis og stuðningsáætlunar fer samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

37. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. Orðin „sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks“ í 1. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Fylgjast skal með velferð og farsæld nemenda og meta þörf fyrir þjónustu í því skyni að tryggja þeim viðeigandi stuðning, kennslu og námsaðstoð við hæfi.
  4. Fyrirsögn greinarinnar verður: Stuðningur við nemendur.


38. gr.

     Í stað orðsins „forráðamanna“ í 3. málsl. 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: forsjáraðila.

39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
  1. Orðin „með sérþarfir“ í 1. mgr. falla brott.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé þjónusta samþætt á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fer um vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum þeirra laga, einkum 23. gr.


IV. KAFLI
Breyting á íþróttalögum, nr. 64/1998.

40. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Í íþróttastarfi með börnum skal velferð og farsæld þeirra höfð að leiðarljósi.

41. gr.

     Á eftir 16. gr. laganna kemur ný grein, 16. gr. a, svohljóðandi:
     Öllum þeim sem starfa á grundvelli laga þessara ber að fylgjast með velferð og farsæld barna, leitast við að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim, sbr. ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

V. KAFLI
Breyting á æskulýðslögum, nr. 70/2007.

42. gr.

     Á eftir orðunum „velferð þeirra“ í 4. málsl. 1. gr. laganna kemur: og farsæld.

43. gr.

     Á eftir 2. mgr. 10. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Öllum þeim sem starfa á grundvelli laga þessara ber að fylgjast með velferð og farsæld barna, leitast við að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og bregðast við þeim, sbr. ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

44. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2023.