Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 754  —  349. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998 (skotvopn, skráning, varsla, eftirlit o.fl.).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (BHar, BirgÞ, HHH, LínS, JSkúl).


     1.      Í stað orðanna „sem teljast til sama flokks“ í 1. mgr. 1. gr. komi: en teljast til sama flokks.
     2.      Við 2. gr. bætist tveir nýir stafliðir, b- og c-liður, svohljóðandi:
        b.     Orðið „og“ í lok f-liðar 1. mgr. fellur brott.
                  c.      Í stað orðanna „a–f-liðum“ í g-lið 1. mgr. kemur: a–g-lið.
     3.      Í stað orðanna „setja í reglugerð hvaða búnaður fellur undir“ í 1. mgr. 3. gr. komi: setja ákvæði í reglugerð um hvaða búnaður fellur hér undir.
     4.      Í stað orðanna „þeir skulu“ í b-lið 4. gr. komi: hann skal.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: Á eftir orðinu „skotvopna“ í 3. málsl. 1. mgr. og í 2. mgr. kemur: eða nauðsynlegra íhluta; og: nauðsynlegra íhluta.
                  b.      D-liður orðist svo: Á eftir 4. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir a- og b-lið 4. mgr. getur lögreglustjóri veitt leyfi til innflutnings á:
                      a.      hálfsjálfvirkum skammbyssum og hálfsjálfvirkum rifflum, séu vopnin sérhönnuð og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar,
                      b.      hálfsjálfvirkum skammbyssum og hálfsjálfvirkum rifflum til söfnunar vegna aldurs þeirra og tengsla við hernámsliðið á Íslandi í síðari heimsstyrjöld, fari hlaupvídd þeirra ekki yfir 45 cal. eða 11,5 mm. Vopnið þarf að vera í óbreyttri mynd frá því sem var á hernámstíma og má ekki hafa verið breytt að því marki sem hefur áhrif á útlit, virkni eða notkunarmöguleika. Þá skal tenging slíkra skotvopna við hernámsliðið á Íslandi vera bundin við íslenska grund, ekki loft eða haf í kringum Ísland.
                      Þá er heimilt með leyfi lögreglustjóra að framleiða vopn skv. 4. mgr. til útflutnings.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „reglugerð“ í 2. málsl. 2. og 3. mgr. komi: í reglugerð ákvæði; og á eftir orðinu „reglugerð“ í 2. málsl. 4. og 5. mgr. komi: ákvæði um.
                  b.      Í stað orðanna „skotvopnaréttindi í A-flokki“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: skotvopnaréttindi A.
                  c.      Í stað orðanna „á grundvelli ótvíræðs“ í 6. mgr. komi: sökum ótvíræðs.
     7.      Í stað orðanna „eins og“ í 2. mgr. 13. gr. komi: svo sem um.
     8.      Á eftir orðinu „dánarbús“ í 14. gr. komi: samkvæmt lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991.
     9.      Í stað orðsins „skotíþróttafélagi“ í 1. og 3. mgr. og orðsins „skotíþróttafélag“ í 2. mgr. 15. gr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: skotfélag.
     10.      Á eftir orðinu „verslun“ í 2. mgr. 16. gr. komi: og.
     11.      Orðin „að auki“ í 4. mgr. 20. gr. falli brott.
     12.      Við 32. gr.
                  a.      Efnismálsgrein b-liðar 1. tölul. orðist svo:
                      Upplýsingar má ekki veita úr dánarskrá, gerðabók og dánarbúskerfi sýslumanns nema sá sem æskir þeirra hafi lögvarða hagsmuni af því að fá þær eða um sé að ræða upplýsingar og/eða gögn sem eru nauðsynleg opinberum stofnunum og öðrum stjórnvöldum, svo sem Skattinum, embætti landlæknis, Þjóðskrá Íslands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Tryggingastofnun ríkisins og Menntasjóði námsmanna, vegna lögbundinna verkefna þeirra. Aðrir sem eiga í viðskiptasambandi við hinn látna, svo sem viðskiptabankar, lífeyrissjóðir, sparisjóðir og tryggingafélög, hafa eingöngu lögvarða hagsmuni af þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar, t.d. vegna innláns- og útlánsviðskipta. Sýslumanni ber að veita framangreindum aðilum rafrænan aðgang að umbeðnum upplýsingum eða gögnum búi hann yfir þeim.
                  b.      Efnismálsgrein c-liðar 1. tölul. orðist svo:
                      Opinberum stofnunum og öðrum stjórnvöldum, svo sem Skattinum, embætti landlæknis, heilbrigðisstofnunum, Þjóðskrá Íslands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Tryggingastofnun ríkisins og Menntasjóði námsmanna, og sýslunarmönnum, svo og viðskiptabönkum, lífeyrissjóðum og sparisjóðum, er skylt að veita sýslumanni þær upplýsingar um málefni þess látna sem hann krefst. Það sama á við um aðra sem geta haft vitneskju um eignir og skuldir dánarbús vegna viðskiptatengsla við þann látna eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Framangreindum aðilum ber að veita sýslumanni rafrænan aðgang að umbeðnum upplýsingum eða gögnum búi þeir yfir þeim.
                  c.      Í stað orðanna „leyfi aðila fyrir vörslu skotvopna búsins“ í i-lið 1. tölul. komi: leyfi aðila skv. 2. mgr. 11. gr. fyrir vörslu skotvopna búsins.