Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 781  —  468. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta
og gjöld o.fl. (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).


Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, DME, ÁBG, GE, JFF, SÞÁ).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      A-liður falli brott.
                  b.      Á eftir orðinu „svæði“ í 2. málsl. 1. mgr. c-liðar komi: þar á meðal um borð í skemmtiferðaskipi.
                  c.      Orðin „fyrir hvern dvalargest“ í d-lið falli brott.
                  d.      Í stað „300 kr.“ í fyrsta og þriðja sinn í d-lið komi: 600 kr.; og: 1.000 kr.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „greiða“ í 1. málsl. komi: innheimta.
                  b.      Við a-lið bætist: sbr. þó 2. mgr. 4. gr.
                  c.      B-liður falli brott.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður b-liðar orðist svo: 2. mgr. orðast svo.
                  b.      C-liður falli brott.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „Skatturinn“ í 1. og 6. mgr. komi: Ríkisskattstjóri.
                  b.      Á eftir orðunum „gjalddaga skv. 3.“ í 1. málsl. 5. mgr. komi: og 4.
     5.      5. gr. falli brott.
     6.      Orðin „fyrir hvern dvalargest“ í 6. gr. falli brott.
     7.      Við 7. gr.
                  a.      Við a-lið bætist: hér á landi.
                  b.      Við 11. tölul. c-liðar bætist: hér á landi.
                  c.      12. tölul. c-liðar falli brott.
     8.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      10. gr. a laganna fellur brott.
     9.      Á eftir b-lið 9. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á eftir 4. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Skattfrestun söluhagnaðar samkvæmt framangreindu er heimil óháð því félagaformi sem búreksturinn var í.
     10.      12. tölul. b-liðar 11. gr. falli brott.
     11.      3. málsl. 12. gr. orðist svo: Með stafrænum vettvangi er átt við hugbúnað, þ.m.t. smáforrit, sem gerir leigusölum og seljendum vara og þjónustu kleift að tengjast notendum með það fyrir augum að veita þeim þjónustu, með beinum eða óbeinum hætti, og býður eftir atvikum upp á greiðslufyrirkomulag.
     12.      13. gr. orðist svo:
                      Við lögin bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (LXXVI.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. A-liðar 7. gr. teljast ekki til skattskyldra tekna styrkir sem einstaklingar utan rekstrar hljóta til kaupa á hreinorkubifreiðum og veittir eru úr Orkusjóði á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2024, sbr. lög nr. 76/2020.
                  b.      (LXXVII.)
                      Vegna náttúruhamfara í Grindavík telst sérstök eftirgjöf af vöxtum og verðbótum af skuldum manna utan atvinnurekstrar, vegna nóvember og desember 2023 og janúar 2024, af lánum sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þ.m.t. kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003, og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum, ekki til skattskyldra tekna við álagningu opinberra gjalda á árunum 2024 og 2025. Skilyrði er að um sé að ræða vexti og verðbætur vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði. Ákvæðið gildir um eftirgjöf sem reiknast af allt að 50 millj. kr. lánsfjárhæð hjá einstaklingi, hjónum eða samsköttuðum einstaklingum og hlutfallslega sé lánsfjárhæð hærri. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd eftirgjafarinnar á grundvelli þessa ákvæðis.
                      Ákvæðið á ekki við gildi 3. tölul. 28. gr. um eftirgjöf skulda.
                      Við eftirgjöf vaxta og verðbóta samkvæmt ákvæði þessu skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að upplýsingaskyldu skv. 92. gr. verði sinnt. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
                  c.      (LXXVIII.)
                      Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. mgr. 112. gr. og 1. mgr. 114. gr. er ráðherra heimilt með reglugerð að ákvarða að á árinu 2024 megi lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu gjaldenda upp í tekjuskatt sem lagður er á á því ári vegna tekna ársins 2023 eða ákvarða aðra gjalddaga fyrirframgreiðslna en mælt er fyrir um í þeim ákvæðum vegna náttúruhamfara í Grindavík.
     13.      Í stað orðanna „10., 11. og 12. tölul. 1. mgr.; og: 10., 11. og 12. tölul. 70. gr.“ í 14. gr. kemur: 10. og 11. tölul. 1. mgr.; og: 10. og 11. tölul. 70. gr.
     14.      Í stað orðanna „10., 11. og 12. tölul.“ í 15. gr. kemur: 10. og 11. tölul.
     15.      Í stað orðanna „10., 11. og 12. tölul.“ í 16. gr. kemur: 10. og 11. tölul.
     16.      Á eftir 16. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. er launagreiðendum, sem eiga við verulega rekstrarörðugleika að stríða vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti vegna náttúruhamfara í Grindavík, heimilt að sækja um frestun á skilum á allt að þremur greiðslum af afdreginni staðgreiðslu af launum skv. 1. og 2. tölul. 5. gr., sem eru á gjalddaga 1. desember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Gjalddagi og eindagi þeirra greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis er 15. apríl 2024.
                      Ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2023 eða úttekt eigenda innan ársins 2023 fer umfram reiknað endurgjald þeirra verður ekki fallist á að um verulega rekstrarörðugleika sé að ræða í skilningi þessa ákvæðis.
                      Skilyrði fyrir frestun greiðslu skv. 1. mgr. eru þau að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. ágúst 2023 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár eða síðan hann hóf starfsemi.
                      Beiðni um frestun á greiðslum skv. 1. mgr. felur eðli máls samkvæmt í sér skil á viðkomandi skilagreinum skv. 2. mgr. 20. gr. Umsókn launagreiðanda um frestun skal hafa borist í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils skv. 1. mgr. 20. gr. á því formi sem Skatturinn ákveður. Við afgreiðslu og endurskoðun umsóknar er auk þess heimilt að fara sérstaklega fram á að umsækjandi sýni með rökstuðningi og gögnum fram á að við verulega rekstrarörðugleika sé að glíma, svo sem með hliðsjón af lækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu, og að skilyrði ákvæðisins fyrir frestun séu að öðru leyti uppfyllt. Heimilt er að hafna umsókn sé talið að skilyrðum ákvæðisins sé ekki fullnægt. Almenn afgreiðsla á greiðslufrestun sætir síðari endurskoðun og felur því ekki í sér staðfestingu á því að skilyrði hennar hafi á afgreiðsludegi verið uppfyllt.
                      Leiði síðari skoðun í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins skv. 28. gr. í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.
                      Ákvæði þetta á ekki við um staðgreiðsluskil opinberra aðila, þ.e. aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald. Þá á ákvæðið ekki við um staðgreiðslu skatts samkvæmt lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
     17.      Á eftir 17. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (19. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
                      1.      Í stað „2023“ í 1. málsl. 9. mgr. kemur: 2024.
                      2.      Í stað „2023“ í síðara skiptið í 1. tölul. 10. mgr. kemur: 2024.
                      3.      Í stað „2023“ í síðara skiptið í 1. tölul. 11. mgr. kemur: 2024.
                  b.      (20. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ríkisskattstjóra er heimilt, samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra, að fella niður álag skv. 27. gr. á vangreiddan virðisaukaskatt, tímabundið eða ótímabundið, vegna uppgjörstímabila frá og með 1. september 2023 til og með 31. desember 2024, enda kunni utanaðkomandi eða óviðráðanleg atvik að hamla almennt greiðslu virðisaukaskatts á réttum tíma. Heimildin er bundin því skilyrði að virðisaukaskattsskyldur aðili hafi verið með skráð lögheimili og/eða skráða starfsstöð í Grindavíkurbæ hinn 10. nóvember 2023 og í lok þess uppgjörstímabils sem fellur undir tímabil niðurfellingar álags.
     18.      Við 18. gr.
                  a.      Orðið „hreinum“ í 2. málsl. 1. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. falli brott.
                  b.      Við a-lið 2. tölul. 1. mgr. bætist: skv. 6. gr. áfengislaga, nr. 75/1998.
                  c.      B-liður 2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Framleiðandi er ekki undir eignar- eða stjórnunaryfirráðum annars framleiðanda áfengra drykkja. Slík yfirráð teljast vera til staðar ef beint eða óbeint eignarhald annars framleiðanda er yfir 50%, hann fer, beint eða óbeint, með meira en 50% atkvæðisréttar eða hefur að öðru leyti yfirráð yfir framleiðanda.
     19.      Á eftir 25. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „2022 og 2023“ í 1. málsl. EE-liðar ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 2022, 2023 og 2024.
     20.      Á eftir 26. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      2. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.
     21.      Á eftir 27. gr. koma tveir nýir kaflar, XIV. kafli, Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti, o.fl., nr. 29/1993, með einni nýrri grein, 33. gr., og XV. kafli, Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með einni nýrri grein, 34. gr., svohljóðandi:
                  a.      (33. gr.)
                      Í stað orðanna „á árunum 2020–2023“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: frá 1. janúar 2020 til 1. október 2024.
                  b.      (34. gr.)
                     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 10. gr. er launagreiðendum, sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum á staðgreiðslu tryggingagjalds, sem eru á gjalddaga 1. desember 2023 til og með 1. febrúar 2024. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. apríl 2024.
                      Um skilyrði fyrir heimildum skv. 1. mgr., undanþágur og framkvæmd gildir að öðru leyti ákvæði til bráðabirgða XI í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
     22.      28. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2024, nema 8. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2034 og 22. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2025.
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 25. og 26. gr. þegar gildi.
                      Ákvæði 1.–5. gr. gilda um þær gistináttaeiningar sem afhentar eru frá og með gildistöku þeirra greina.